Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 26. febrúar 2021 21:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Werder stöðvaði Frankfurt - Gulli lék í miðverði
Werder 2 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Andre Silva ('9 )
1-1 Theodor Gebre Selassie ('47 )
2-1 Josh Sargent ('62 )

Werder Bremen tók á móti Eintracht Frankfurt í opnunarleik þýsku Bundesliga í kvöld.

Markavélin Andre Silva kom gestunum yfir snemma leiks og leiddu þeir í leikhléi. Í seinni hálfleik náðu heimamenn að snúa taflinu sér í vil, fyrst jafnaði Theodor Gebre Selassie leikin á 47. mínútu og svo skoraði Josh Sargent það sem reyndist vera sigurmarkið á 62. mínútu.

2-1 lokaniðurstaðan og Werder stoppar Frankfurt sem hafði verið taplaust í deildinni í tvo og hálfan mánuð.

Í þýsku B-deildinni tapaði Darmstadt gegn Karlsruher á heimavelli. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í liði Darmstadt. Samkvæmt Flashscore lék hann í miðverði í leiknum.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner
banner