Arnar Grétarsson, þjálfar Vals, hefur ákveðið að stefna sínu fyrrum félagi KA og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 1. mars næstkomandi.
Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Arnars, segir við Fótbolta.net að málið snúi að kröfum sem Arnar telur sig eiga á hendur KA fyrir ógreiddan bónus eftir að hafa hjálpað liðinu að komast í Evrópukeppni.
Arnar stýrði KA frá 2020 til 2022 en á hans síðasta tímabili með liðið endaði það í öðru sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Undir lok sumarsins 2022 skildu leiðir Arnars og KA hins vegar eftir að hann náði munnlegu samkomulagi við Val. Hallgrímur Jónasson stýrði KA í síðustu leikjum tímabilsins og hefur gert það síðan. KA gulltryggði sig inn í Evrópukeppni eftir að Hallgrímur tók við liðinu en Arnar telur sig eiga rétt á bónus frá KA - tiltekið hlutfall af greiðslum samkvæmt samningi - og fer það núna fyrir dómstóla.
KA fór í gegnum þrjár umferðir í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili og fékk fyrir það ágætis upphæð frá UEFA.
Eins og áður segir þá verður málið tekið fyrir 1. mars og verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því.
???????? pic.twitter.com/8TxR5mXlhK
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) February 26, 2024
Athugasemdir