Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Svanhildur Ylfa á leið til Elfsborg
Svanhildur Ylfa spilar með Elfsborg á komandi tímabili
Svanhildur Ylfa spilar með Elfsborg á komandi tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir, leikmaður Víkings, er að ganga til liðs við sænska félagið Elfsborg en Víkingar greina frá þessu á heimasíðu sinni í kvöld.

Svanhildur er 21 árs gömul og spilað með meistaraflokki frá 2019 en hún spilaði fyrsta tímabilið með HK/Víkingi og síðan Víkingi frá 2020.

Hún hefur verið lykilmaður í velgengni Víkings síðustu ár og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu sumarið 2023 ásamt því að vinna Lengjudeildina og Lengjubikarinn.

Á síðasta ári varð hún meistari meistaranna með liðinu en um haustið hafnaði það í 3. sæti Bestu deildarinnar.

Svanhildur er nú að ganga í raðir Elfsborg í Svíþjóð. Hún er unnusta Ara Sigurpálssonar sem var seldur til sænska félagsins frá Víkingi á dögunum.

Kvennalið Elfsborg leikur í næstu efstu deild og er fyrsti deildarleikur tímabilsins gegn gamla stórveldinu Umeå, þann 13. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner