Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stofnandi Spotify lýsir yfir áhuga á að kaupa Arsenal
Mynd: Getty Images
Stuðningsfólk Arsenal er komið með nóg af Bandaríkjamanninum Stan Kroenke og vill hann burt.

Kroenke hefur átt meira en 90 prósent í Arsenal frá 2018 en hann er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsfólki félagsins.

Stuðningsfólk félagsins er komið með nóg af honum og mættu þúsundir manns fyrir utan Emirates-völlinn í dag til að mótmæla eignarhaldi hans.

Sjá einnig:
Þúsundir mættu til að mótmæla Kroenke

Arsenal var á meðal þeirra félagið sem hugðist taka þátt í Ofurdeildinni en hefur dregið þáttöku sína til baka. Ofurdeildin gerði stuðningsfólk fótboltafélaga víðs vegar um Evrópu brjálað þar sem hún snerist um að gera ríku félögin ríkari. Tólf félög hefðu átt fast sæti í keppninni á ári hverju og hefðu ekki þurft að vinna fyrir því.

Það er áhugi á því að kaupa Arsenal frá Svíþjóð ef Kroenke er til í að selja. Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri sænsku tónlistarveitunnar Spotify, lýsti í kvöld yfir áhuga á því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið. Hann segist hafa stutt við bakið á félaginu frá því í æsku.

Kroenke var nú ekki vinsæll einu sinni áður en hann ákvað að fara með félagið í Ofurdeildina, en hann virðist ekki hafa mikinn áhuga á Arsenal og hefur ekki opnað vasa sína mikið fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner