Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 26. apríl 2021 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Naumur sigur Sociedad á Eibar
Eibar 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Aleksander Isak ('26 )

Sænski framherjinn Aleksander Isak skoraði eina mark Real Sociedad er liðið vann Eibar 1-0 í spænsku deildinni í kvöld.

Markið kom á 26. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá Robin Le Normand. Fjórtánda deildarmark Isak á tímabilinu og ljóst að það verður mikill áhugi frá stærri félögum í sumar.

Sociedad á ekki lengur möguleika á Meistaradeildarsæti en liðið er í 5. sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópudeildarsæti.

Liðið er með þriggja stiga forystu á Real Betis sem er í sjötta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner