Bein útsending á Livey
Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænska bikarsins í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Robert Lewandowski, Alejandro Balde og nafnarnir Marc Casado og Marc Bernal eru ekki með í hóp Barca vegna meiðsla en annars er lítið sem kemur á óvart. Ferran Torres leiðir sóknarlínuna og er Gavi á bekknum ásamt Ronald Araújo og Andreas Christensen. Þá er Marc-André ter Stegen kominn aftur úr meiðslum og situr á bekknum.
Madrídingar mæta til leiks án Dani Carvajal, Eder Militao og Eduardo Camavinga vegna meiðsla en eru þrátt fyrir það með ógnarsterkt byrjunarlið.
Kylian Mbappé er tæpur fyrir leikinn og byrjar því á bekknum eftir ökklameiðsli og er Luka Modric einnig á varamannabekknum ásamt Brahim Díaz, David Alaba og fleiri gríðarlega öflugum leikmönnum.
Barcelona: Szczesny, Kounde, Cubarsi, Inigo, Martin, Pedri, de Jong, Olmo, Raphinha, Yamal, Torres
Varamenn: Pena, Ter Stegen, Torre, Victor, Lopez, Gavi, Garcia, Fort, Fati, Christensen, Araujo
Real Madrid: Courtois, Vazquez, Asencio, Rudiger, Mendy, Valverde, Tchouameni, Ceballos, Bellingham, Rodrygo, Vinicius
Varamenn: Lunin, Fran, Alaba, Diaz, Endrick, Garcia, Guler, Mbappe, Modric, Vallejo.
Verður leikurinn sýndur í beinu streymi á vefsíðu Fótbolta.net, í samvinnu við Livey, og kostar 1000 krónur að fá aðgang að streyminu.
Hægt er að skrá sig í áskrift á leikinn og nálgast útsendinguna hér að neðan
Það má búast við ljómandi skemmtun eins og alltaf þegar þessi tvö af bestu fótboltaliðum heims mætast í El Clásico.
Athugasemdir