Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 26. júlí 2020 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Smyrja barnaolíu á Adama Traore
Mynd: Getty Images
Adama Traore er gríðarlega snöggur og teknískur knattspyrnumaður. Hann leikur sem kantmaður hjá Wolves og er búinn að slá nokkur úrvalsdeildarmet þegar það kemur að því að leika á andstæðinga sína.

Hann hefur þó verið að glíma við meiðsli á öxl þar sem varnarmenn eiga það til að rífa í handlegginn þegar hann þýtur framhjá. Öxlin er búin að detta fjórum sinnum úr lið eftir áramót en þjálfarateymi Úlfanna er komið með skemmtilega lausn.

Þjálfararnir hafa tekið uppá því að smyrja barnaolíu á handleggi Traore bæði fyrir leik og í leikhlé, til að það sé erfiðara að ná taki á honum.

„Þetta er eitthvað sem við verðum að gera til að vernda Adama. Hann meiðir sig þegar andstæðingunum tekst að grípa í hann," sagði heimildarmaður The Sun sem starfar hjá Wolves.

Wolves er þessa stundina að keppa mikilvægan úrslitaleik við Chelsea í Evrópubaráttunni. Traore byrjar á bekknum eins og oft áður og verður væntanlega skipt inn í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner