Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane spáir í 8. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Sveindís Jane skoraði þrennu gegn Val í stórleik í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku.
Sveindís Jane skoraði þrennu gegn Val í stórleik í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís spáir því að Suðurnesjaliðin vinni sína leiki.
Sveindís spáir því að Suðurnesjaliðin vinni sína leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Óskar Smári Haraldsson fékk tvo rétta þegar hann spáði í sjöundu umferð Lengjudeildar karla.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem hefur verið frábær með Breiðabliki í byrjun Pepsi Max-deildar kvenna, tók að sér það verkefni að spá í áttundu umferð deildarinnar sem hefst í dag.

Magni 1 - 3 Grindavík (14 í dag)
Þessi leikur verður lítið fyrir augað, mikil barátta en gæðamunur liðanna mun sjást eftir því sem líður á leikinn. Grindavík mun klára leikinn nokkuð sannfærandi 1-3.

Keflavík 2 - 0 Vestri (14 í dag)
Mínir menn í Keflavík rífa sig í gang eftir svekkjandi jafntefli í síðustu umferð og koma brjálaðir í þennan leik. Þetta verður jafn leikur þar sem bæði lið eru með hörku mannskap en Keflavík setur tvö mörk í seinni hálfleik. Adam Páls skorar eitt og ég vonast til þess að sjá Davíð skora eitt gullfallegt mark.

Fram 2 - 2 Þór (16 í dag)
Þetta er klárlega stærsti leikur umferðarinnar og þurfa bæði lið að ná sér í þrjú stig þar sem þau ætla bæði að reyna komast upp um deild. Bæði lið verða mjög 'passive' og kemur fyrsta markið ekki fyrr en eftir hálftíma leik. Fram mun tvisvar komast yfir í leiknum en Þór jafnar í bæði skiptin.

Víkingur Ó. 1 - 1 Leiknir F. (16 í dag)
50/50 leikur þegar maður horfir á þetta fyrirfram. Leiknismenn komast yfir í leiknum með hjólhestaspyrnu frá Kristófer Páli. Brynjar Atli í markinu mun halda Víkingi inni í leiknum í stöðunni 0-1, en Víkingur jafnar svo seint í leiknum.

ÍBV 3 - 0 Þróttur R. (18 á morgun)
Auðveldur leikur fyrir Eyjamenn, sem munu stjórna leiknum nánast allan tímann. Gary Martin skorar tvö af mörkum ÍBV.

Afturelding 1 - 2 Leiknir R. (19:15 á morgun)
Afturelding kemst yfir snemma í leiknum með marki frá Jason Daða eftir flott einstaklingsframtak. En Leiknismenn rífa sig í gang í seinni hálfleik og taka yfir leikinn og skora tvö mörk. Sævar Atli og Vuk með mörkin.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner