Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júlí 2020 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna Björk spáir í 5. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna telur að Magni nái í sitt fyrsta stig.
Anna telur að Magni nái í sitt fyrsta stig.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrafnkell Freyr Ágústsson var aðeins með einn leik réttan þegar hann spáði í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar. Anna Börk Kristjánsdóttir, landsliðskona og leikmaður Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna, spáir í fimmtu umferðina.

Fimmta umferðin hefst í dag með tveimur leikjum.

Fram 1 - 2 Leiknir R. (14 í dag)
Hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Leiknir voru rændir í síðustu umferð og mæta brjálaðir til leiks og vinna sterkan útisigur.

Magni 1 - 1 Víkingur Ó. (14 í dag)
Eftir stórt tap í síðustu umferð þá kemur Magni með góðan leik og nælir sér í fyrsta stig sumarsins.

Afturelding 2 - 0 Leiknir F. (12:15 á morgun)
Það er komið sjálfstraust í liðið hjá Aftrueldingu eftir stóran sigur í síðustu umferð. Strákarnir hans Magga vinna þennan leik.

Vestri 0 - 0 Þróttur R. (14 á morgun)
Þetta verður leiðinlegur leikur sem endar með 0-0 jafntefli og Þróttur fær því fyrsta stig sumarsins.

ÍBV 3 - 1 Grindavík (16 á morgun)
Gary Martin leikur sér að því að skora mörk í þessari deild og hann setur þrjú stykki í þessum leik.

Keflavík 2 - 2 Þór (16 á morgun)
Tvö mjög sterk lið að mætast og býst við fjörugum leik. Keflavík kemst í 2-0 en Þór gefst ekki upp og ná að jafna.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner