Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. júlí 2020 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Arnold spáir í 6. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Lucas Arnold.
Lucas Arnold.
Mynd: Úr einkasafni
Andri Freyr Jónasson og Nacho Heras.
Andri Freyr Jónasson og Nacho Heras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, var með tvo rétta þegar hún spáði í fimmtu umferð Lengjudeildar karla. Núna er komið að Lucas Arnold, Breta sem fylgist mjög vel með íslenska boltanum.

Lucas vinnur sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um Pepsi Max-deildina. Núna ætlar hann að reyna fyrir sér í spá um Lengjudeildina.

Víkingur Ó. 2 - 2 Afturelding (19:15 í kvöld)
Það kemur kraftur inn með nýjum þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en það verður ekki nóg til þess að stöðva Andra Frey Jónasson. Hann skorar tvennu. Lærisveinar Magga verða óheppnir að taka ekki þrjú stig.

Þess ber að geta að Brynjar Kristmundsson stýrir Ólsurum í dag og tekur Guðjón Þórðarson við liðinu eftir leikinn.

Þróttur R. 0 - 3 Keflavík (19:15 í kvöld)
Leitin langa að stigum hjá Þrótti heldur áfram þar sem Nacho Heras er mættur í bæinn. Það má búast við marki frá Sergio Ramos íslenska boltans og Keflavík heldur áfram að klífa upp töfluna.

Grindavík 3 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Fram hefur byrjað deildina stórkostlega, en það er synd að þeir þurfi þá að mæta á Grindavíkurvöll. Fótboltinn hans Bjössa mun reynast gestunum erfiður og Stefán Ingi mun eiga stórleik á sínum nýja heimavelli. Get séð fyrir mér að Sindri Björnsson skori sjaldséð mark.

Leiknir F. 1 - 1 Vestri (14 á morgun)
Það verður engin háspenna lífshætta í Fjarðabyggðarhöllinni í leik tveggja nokkuð jafnra liða. Vestri mun missa af stigunum þremur þegar Arek Grzelak jafnar þegar ekki mikið er eftir.

Þór 3 - 4 ÍBV (14 á morgun)
Leikur tímabilsins til þessa. Enginn varnarleikur og Alvaro Montejo og Gary Martin munu fara á kostum. Þeir skora báðir tvö. Útlit verður fyrir að ÍBV tapi fleiri stigum áður en Sito skorar ótrúlegt mark til að taka stigin þrjú með til Vestmannaeyja.

Leiknir R. 4 - 0 Magni (16 á morgun)
Ferð í Gettóið er það síðasta sem Magnamenn þurfa akkúrat núna. Sævar Atli mun stjórna ferðinni fyrir Leiknismenn og Vuk klæðir sig í markaskóna. Leiknir sýnir það og sannar að liðið verður með í baráttunni um að fara upp.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner