Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 08:50
Elvar Geir Magnússon
Varnarmenn orðaðir við Liverpool - City hefur áhuga á Orra
Powerade
Goncalo Inacio er orðaður við Liverpool.
Goncalo Inacio er orðaður við Liverpool.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fer Sancho til Chelsea og Sterling til Man Utd?
Fer Sancho til Chelsea og Sterling til Man Utd?
Mynd: EPA
Það er alltaf gaman þegar Íslendingar koma við sögu í slúðurpakkanum hjá BBC en í dag er það Orri Steinn Óskarsson. Það er gluggadagur á föstudaginn og nóg að frétta.

Liverpool gæti reynt að fá Goncalo Inacio (22) portúgalskan varnarmann Sporting Lissabon en Piero Hincapie (22) ekvadorskur varnarmaður Bayer Leverkusen er einnig á blaði á Anfield. (Teamtalk)

Chelsea hefur hafið viðræður á ný við Napoli um sóknarmanninn Victor Osimhen (25) en verðmiðinn á honum hefur lækkað. (Sky Sports)

Chelsea er að íhuga að fá Jadon Sancho (24) kantmann Manchester United og gæti boðið Raheem Sterling (29) á móti. (Telegraph)

West Ham er tilbúið að losa enska miðjumanninn James Ward-Prowse (29) áður en glugganum veðrur lokað á föstudaginn. (Teamtalk)

Manchester City er að íhuga að fá Orra Óskarsson (19) framherja FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins. (Athletic)

Að selja skoska miðjumanninn Scott McTominay (27) til Napoli mun ýta undir það að Manchester United kaupi úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte (23) frá Paris St-Germain. (ESPN)

Crystal Palace er að íhuga að reyna við Eddie Nketiah (25) framherja Arsenal frá Arsenal eftir að möguleg skipti hans yfir í Nottingham Forest runnu út í sandinn. (Athletic)

Nottingham Forest hefur lagt fram þriðja tilboðið upp á 30 milljónir punda til Feyenoord í mexíkóska framherjann Santiago Gimenez (23) en það væri metsala fyrir hollenska félagið. (Fabrizio Romano)

Napoli vonast til að fá skoska miðjumanninn Billy Gilmour (23) frá Brighton. Hann er væntanlegur í læknisskoðun í vikunni. (Fabrizio Romano)

Danski miðjumaðurinn Matt O'Riley (23) hjá Celtic er í læknisskoðun hjá Brighton. (Sky Sports)

Brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior (24) hefur frestað ákvörðun um hvort hann eigi að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid til ársins 2025 vegna áhuga frá Sádi-arabísku atvinnumannadeildinni. (Teamtalk)

Barcelona hefur dregið sig út úr keppninni um að fá Joao Cancelo (30) bakvörð Manchester City og Portúgals vegna kostnaðar. (Mundo Deportivo)

Manchester City er tilbúið að samþykkja tilboð í portúgalska miðjumanninn Matheus Nunes (25) eftir að Ilkay Gundogan (33) kom aftur frá Barcelona. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner