Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 16:18
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer Ingi byrjaði í tapi - Venezia byrjar á sigri
Mynd: Aðsend
Kristófer Ingi Kristinsson byrjaði í framlínu Jong PSV sem tapaði fyrir NAC Breda í hollensku B-deildinni í dag.

PSV komst yfir snemma leiks en heimamenn voru snöggir að jafna. Huseyin Dogan klúðraði vítaspyrnu fyrir Breda á 29. mínútu og var staðan jöfn þar til á 69. mínútu, þegar Lewis Fiorini gerði sigurmarkið.

Kristófer Ingi spilaði fyrstu 76 mínútur leiksins en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur frá komu hans til félagsins að láni frá Grenoble.

Breda 2 - 1 Jong PSV
0-1 N. Thomsa ('5)
1-1 M. Rutten ('8)
1-1 H. Dogan, misnotað víti ('29)
2-1 L. Fiorini ('69)

Í ítölsku B-deildinni byrjaði Íslendingalið Venezia á sigri gegn Vicenza.

Mattia Aramu gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 36. mínútu og urðu lokatölur 1-0 í skemmtilegum og jöfnum leik.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia í leiknum og þá var Óttar Magnús Karlsson utan hóps, en þeir gengu báðir í raðir Venezia fyrr í haust. Óttar Magnús var staðfestur í gær og því ekki liðtækur fyrr en í næsta leik.

Venezia 1 - 0 Vicenza
1-0 Mattia Aramu ('36, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner