Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Telja miklar líkur á að Katar láni allt landsliðið til Belgíu
Mynd: Getty Images
Belgískir fjölmiðlar telja miklar líkur vera á því að félagið Eupen, sem leikur í efstu deild í Belgíu, verði fyllt af landsliðsmönnum Katar á næstu leiktíð.

Eupen er í eigu katörsku ríkisstjórnarinnar og hefur verið í næstum því áratug. Stefnt er að halda HM 2022 í Katar og þarf landslið heimamanna að æfa sig fyrir mótið til að vera ekki niðurlægt á heimavelli.

Því er hávær orðrómur uppi um að allt landslið Katar verði lánað til Eupen á næstu leiktíð svo leikmenn geti spilað heilt tímabil saman í belgísku deildinni.

Þetta yrði ansi áhugaverð tilraun en allir landsliðsmenn Katar spila í heimalandinu. Þeir skiptast upp á milli nokkurra félaga en langflestir spila fyrir Al Sadd, Al Duhail og Al Arabi.

Heimir Hallgrímsson er við stjórnvölinn hjá Al Arabi á meðan Xavi er þjálfari Al Sadd. Það yrði áhugavert að sjá hvað þeir myndu segja ef hálft byrjunarliðið yrði lánað til Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner