Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hagi einbeitir sér bara að Rangers
Ianis Hagi.
Ianis Hagi.
Mynd: Getty Images
Rúmenski landsliðsmaðurinn Ianis Hagi kveðst vera mjög einbeittur á því að spila fyrir Rangers þrátt fyrir sögusagnir um að hann muni halda annað í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik.

Hagi gekk til liðs við Rangers í Skotlandi í janúar á síðasta ári, en núna eru sögur um að hann verði seldur til ítalska félagsins Roma fyrir 17 milljónir punda í janúar.

Þegar hann var spurður út í sögusagnirnar fyrir leik gegn Dundee í gær, sagði Hagi: „Ég er bara að hugsa um næsta leik. Eftir fimm daga er annar leikur."

„Ég er bara að einbeita mér að Rangers."

„Ég vil ekki tala um félagaskipti núna. Glugginn var að loka og það þýðir ekkert að vera að tala um einhver félagaskipti þessa stundina," sagði Hagi jafnframt.

Ianis, sem er 22 ára gamall, er sonur rúmensku goðsagnarinnar Gheorghe Hagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner