Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 26. september 2022 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
„Við erum ótrúlega leiðir" - Þjálfari Tyrkja heldur starfinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tyrkland tapaði óvænt útileik gegn Færeyjum í Þjóðadeildinni um helgina og eru Tyrkir slegnir yfir úrslitunum, sem gerðu þó lítið til því Tyrkland vann riðilinn sinn í C-deildinni með 13 stig úr 6 leikjum.


Færeyjar komust í tveggja marka forystu gegn Tyrkjum og urðu lokatölur 2-1 í nokkuð jöfnum leik.

Þetta vekur sérstaklega mikla athygli þar sem 83 sæti skilja landsliðin að á styrkleikalista FIFA og þá búa 85 milljónir manna í Tyrklandi á meðan um 50 þúsund búa í Færeyjum.

„Við erum ótrúlega leiðir og eigum engar afsakanir. Við vildum þetta ekki jafn mikið og þeir, baráttuandinn var ekki til staðar," sagði Serdar Gurler, sóknarmaðurinn sem skoraði eina mark Tyrkja í tapinu.

Hamit Altintop, fyrrum leikmaður FC Bayern og tyrkneska landsliðsins, situr í stjórn tyrkneska knattspyrnusambandsins og tjáði sig um málið.

„Við treystum á þjálfarann, við áttum frábært sumar en síðustu tveir leikir eru umhugsunarefni og virka eins og skref afturábak. Ég stend samt áfram með þjálfaranum," sagði Altintop við fréttamenn.

Tyrkland hefur unnið sjö af tólf leikjum sínum frá því að Stefan Kuntz tók við stjórn.

Kuntz er 59 ára gamall og þjálfaði U23 og U21 landslið Þýskalands áður en hann tók við Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner