De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 26. september 2023 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Sannfærandi sigur Man Utd á Palace
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 3 - 0 Crystal Palace
1-0 Alejandro Garnacho Ferreyra ('21 )
2-0 Casemiro ('27 )
3-0 Anthony Martial ('55 )

Manchester United vann Crystal Palace, 3-0, í 3. umferð enska deildabikarsins á Old Trafford í kvöld.

Meiðsli herjuðu á United í byrjun leiktíðar en nokkrir af þeim sneru aftur á völlinn í dag.

Raphael Varane var mættur í hjarta varnarinnar og þá kom Mason Mount inn á miðjuna með Sofyan Amrabat.

United gerði vel í fyrri hálfleik og náði 2-0 forystu. Diogo Dalot lagði upp fyrsta markið fyrir Alejandro Garnacho á 21. mínútu. Portúgalski bakvörðurinn kom með góða sendingu inn á teiginn og var Garnacho mættur eins og gammur með því að rennitækla sér í boltann sem flaug í netið.

Casemiro stangaði United í 2-0 forystu á 27. mínútu eftir hornspyrnu Mason Mount. Englendingurinn fór af velli í hálfleik, sem var væntanlega fyrirfram ákveðið.

Anthony Martial gerði út um leikinn á 55. mínútu er hann skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf Casemiro.

United gerði vel í leiknum og hafði Palace úr litlu að moða. André Onana, markvörður United, átti eina góða vörslu seint í leiknum er Jean-Philippe Mateta átti skot á markið, en hann varði með löppunum.

Norður-írski varnarmaðurinn Jonny Evans kom inn fyrir Raphael Varane eftir klukkutímaleik og var nálægt því að skora eftir hornspyrnu en Sam Johnstone gerði frábærlega í markinu. Evans verið hættulegur í föstu leikatriðunum í siðustu tveimur leikjum.

Góður 3-0 sigur United á Old Trafford og marg jákvætt sem Ten Hag getur tekið úr þessum leik.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner