Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 26. september 2024 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur að kaupa Birki til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vakin var athygli á því á 433.is í dag að Birkir Heimisson væri að öllum likindum að ganga aftur í raðir Vals.

Birkir var keyptur til uppeldisfélagsins Þórs frá Val síðasta vetur og var besti leikmaður liðsins í Lengjudeildinni í sumar, skoraði fimm mörk í 17 deildarleikjum. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í Þorpinu fyrir hálfu ári síðan.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að kaupa Birki á mjög svipaða upphæð og Þór greiddi fyrir Birki í vetur. Birkir æfði með Val í dag.

Birkir var seldur til Heerenveen í Hollandi árið 2016 en sneri til Íslands árið 2020 og samdi við Val. Hann er 24 ára miðjumaður sem á að baki 28 leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner