Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mið 26. október 2022 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Conte: VAR er að valda miklum skaða
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham á Englandi, er kominn með upp í kok af VAR-myndbandstækninni og segir hann tækninga valda miklum skaða.

Umtalaðasta atvik kvöldsins er auðvitað markið sem Harry Kane skoraði undir lokin.

Emerson Royal skallaði fyrirgjöf Perisic í varnarmann og til Kane sem skoraði. VAR dæmdi markið ógilt þar sem varnarmaðurinn spilar boltanum óviljandi og er það því metið sem svo að Emerson sendir boltann á Kane, sem var rangstæður. Vinstra hnéð á Kane var rétt fyrir innan og markið dæmt af.

Conte fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli undir lokin og verður því í banni í næsta leik en hann segir VAR valda miklum skaða í fótbolta.

„Mér sýndist boltinn vera fyrir framan Kane og markið á að standa. Ég skil ekki línuna sem þeir settu á þetta. Það er erfitt að tala um þessa ákvörðun."

„VAR er að valda miklum skaða. Ég væri til í að sjá hvort svona mark yrði dæmt af öðru stórliði. Ég væri til í vita það."

„Þetta er svo mikið óréttlæti. Ég er ekki hrifinn af því að vera í þessari stöðu. Ég sé ekkert jákvætt við þetta."

„Seinni hálfleikurinn var mjög jákvæður og við spiluðum af mikilli ákefð. Við áttum skilið að vinna en við vitum hvað gerðist."

„Ég skil ekki af hverju við þurfum að fá eitthvað út úr næsta leik þegar við gátum komist áfram í þessum leik. Þegar þú býrð til svona stöðu, þá ertu að valda félaginu miklum skaða og vandamálum ofan á það," sagði Conte í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner