
Marco van Basten fyrrum landsliðsmaður Hollands gagnrýndi Virgil van Dijk fyrirliða liðsins fyrir frammistöðu sína á HM til þessa.
Van Basten, sem er í dag sérfræðingur hjá NOS sagði að hann ætti stórann þátt í jöfnunarmarki Ekvador í 1-1 jafntefli liðana í 2. umferð.
Van Dijk svaraði Van Basten fullum hálsi.
„Hann er aldrei jákvæður, svo hvað á ég að gera við þessu? Það er auðvelt að tala í stúdíóinu," sagði Van Dijk.
Þá sagði van Basten að leikmaðurinn væri ekki að standa sig sem fyrirliði liðsins.
„Er mér að mistakast sem fyrirliða? Hvað viltu að ég geri með þessar upplýsingar? Ég leiðbeini liðinu af bestu getu," sagði Van Dijk.
Athugasemdir