Enzo Maresca, stjóri Chelsea, býst við því að Estevao, leikmaður Chelsea, og Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, verði bestu leikmenn heims á næstu árum.
Raphinha, liðsfélagi Yamal hjá Chelsea, og Estevao í brasilíska landsliðinu, sagði fyrir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í gær að þeir yrðu næstu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Enzo Maresca tók undir þau orð. Estevao var á skotskónum en Yamal átti erfitt uppdráttar.
„Eins og Raphinha sagði þá verða Estevao og Lamine Yamal líklega næstu Messi og Ronaldo eftir 10-15 ár. Þeir eru báðir 18 ára. Þeir þurfa að njóta sín, reyna bæta sig á hverjum degi. Það er aðal atriðið fyrir þá," sagði Maresca.
Hann bakkaði hins vegar aðeins með þessi ummæli þegar hann var spurður út í mark Estevao en hann fór auðveldlega framhjá Pau Cubarsi áður en hann negldi boltanum í netið.
„Markið minnti mig á markið sem Messi skoraði gegn okkur á HM félagsliða. Hann þarf að slaka á, hann þarf að njóta fótboltans. Hann og Lamine eru svo ungir, það er of mikil pressa fyrir þessa ungu drengi ef þú byrjar að tala um Ronaldo og Messi," sagði Maresca.
Athugasemdir

