Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. janúar 2020 14:17
Elvar Geir Magnússon
Conte brjálaður út í dómarann og fékk óreglulegan hjartslátt
Antonio Conte öskrar á dómarann.
Antonio Conte öskrar á dómarann.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Inter, var svo brjálaður út í dómarann eftir 1-1 jafntefli Inter gegn Cagliari að hann fékk óreglulegan hjartslátt og var meðhöndlaður af læknateymi Inter.

Eftir leikinn þó óð Conte út á völl og öskraði á Gianluca Manganiello dómara. Aðstoðarmenn Conte þurftu að halda aftur af honum.

Sóknarleikmaðurinn Lautaro Martínez fékk rautt spjald í lok leiksins.

Conte mætti ekki í nein viðtöl en sagt er að hann hafi þá verið í meðhöndlun hjá læknunum.

Inter er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar, þremur stigum á eftir Juventus sem tapaði gegn Napoli í gær.

Inter hefur verið að styrkja sig í janúarglugganum og vonast til þess að fá Christian Eriksen frá Tottenham. Danski landsliðsmaðurinn mætti til Mílanó í morgun.
Athugasemdir
banner
banner