fim 27. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Minamino fékk ráðleggingar hjá Kagawa
Minamino í leik með Liverpool.
Minamino í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Takumi Minamino hefur sagt frá því að landi sinn og fyrrum leikmaður Manchester United, Shinji Kagawa, hafi hjálpað við að sannfæra sig um að fara til Liverpool.

Minamino yfirgaf Salzburg í Austuríki í síðasta mánuði og gekk í raðir toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool. Kaupverðið var aðeins um 7 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikmann.

Kagawa spilaði frá 2012 til 2014 með Manchester United og olli hann frekar miklum vonbrigðum á Englandi. Hann hafði þó ekkert á móti því að mæla með Liverpool fyrir Minamino þar sem stjórinn þar er Jurgen Klopp.

„Ég talaði við Shinji Kagawa þar sem hann spilaði fyrir Jurgen Klopp hjá Dortmund," sagði Minamino við fjölmiðlateymi Liverpool.

„Klopp talaði við mig um Shinji og Shinji talaði við mig um Klopp. Ég gat skynjað að þeir áttu í góðu sambandi. Shinji sagði við mig að Klopp væri einn besti þjálfari í heimi og þar sem ég vinn fyrir hann núna þá skil ég það."

Minamino hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum með Liverpool, en það verður spennandi að sjá hvað hann hefur upp á að bjóða fyrir félagið á næstu árum.

Eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United fór Kagawa aftur til Dortmund. Í dag spilar hann fyrir Real Zaragoza í spænsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner