Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. febrúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Dalot má spila gegn Man Utd í Evrópudeildinni
Dalot tekur púlsinn í leik með AC.
Dalot tekur púlsinn í leik með AC.
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot, leikmaður AC Milan, sem er á láni hjá félaginu hjá Manchester United, má spila gegn United í næsta mánuði þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Dalot gekk til liðs við AC í október mánuði og hefur spilað 19 leiki fyrir félagið á þessari leiktíð. Liðinu hafði gengið mjög vel en upp á síðkastið hefur formið aðeins dalað.

Liðin mætast þann 11 og 18 mars næstkomandi og samkvæmt lánssamningnum, þá má Dalot spila gegn United.

Dalot fór yfir til AC Milan eftir að hann féll niður goggunarröðina hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra United. Dalot ætti því að vera ágætlega peppaður fyrir þessa viðureign.

Dalot sá sér leik á borði þegar United setti inn færslu á Instagram þar sem það tilkynnti það að liðin muni mætast. Dalot kom með stutt „ummæli" en þar setti hann inn emoji-tákn sem sýnir tvö augu horfa spennt til hliðar.
Athugasemdir
banner
banner