Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   mið 27. mars 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Fyrirliði U17: Sennilega besta liðsheild í Evrópu
Oliver í baráttunni í leiknum gegn Þjóðverjum.
Oliver í baráttunni í leiknum gegn Þjóðverjum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslenska U17 ára landslið karla tryggði sér þátttökurétt á lokakeppni EM eftir frábæran árangur í undanriðlinum í Þýskalandi á dögunum. Ísland vann Slóveníu og gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í fyrstu tveimur umferðunum.

Í gær unnu þeir svo Hvít-Rússa 4-1 og sætið var tryggt. Lokakeppnin fer fram á Írlandi í maí.

Skagamaðurinn, Oliver Stefánsson sem gekk í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping er fyrirliði liðsins.

„Tilfinningin er náttúrlega geggjuð þar sem við allir höfum stefnt á þetta sem markmið og þegar þú nærð markmiðum þínum ertu alltaf virkilega sáttur og sérstaklega þegar maður kemur fólki á óvart," sagði Oliver í samtali við Fótbolta.net þar sem hann var staddur á Frankfurt flugvellinum á leiðinni í flug til Stokkhólms.

„Þetta var markmiðið hjá hópnum og við vitum hvað við getum gert ef við stöndum saman sem lið. Þó að við hefðum verið rankaðir lélegasta liðið í riðlinum var það bara í okkar höndum að sanna að við erum það svo sannarlega ekki og við gerðum það."

Oliver segir að liðsheildin í hópnum sé gríðarlega sterk og hafi hjálpað þeim í leikjunum.

„Við erum með sennilega bestu liðsheild í Evrópu og þegar leikmenn með gæði standa allir saman og berjast saman sem lið þá getur allt gerst og við sýndum það," sagði Oliver að lokum við Fótbolta.net.

Hér að neðan má sjá mörk íslenska liðsins í sigrinum gegn Hvít-Rússum og myndir frá leiknum gegn Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner