Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 27. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristall Ingason (FC Kaupmannahöfn)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir
Jasmín Erla Ingadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Gudjohnsen.
Andri Lucas Gudjohnsen.
Mynd: Getty Images
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason er ungur og efnilegur Fjölnismaður en hélt til Danmerkur snemma árs 2018.

Kristall er á mála hjá FC Kaupmannahöfn og ræddi Fótbolti.net við hann fyrr í vetur. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Kristall Máni: Stefni að sjálfsögðu á að komast í aðalliðið hjá FCK

Fullt nafn: Kristall Máni Ingason

Gælunafn: Stalli

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ekki ennþá kominn með leik.

Uppáhalds drykkur: Alltaf Nocco.

Uppáhalds matsölustaður: Er mikill Dominos kall

Hvernig bíl áttu: Er með einkadriver, pabbi sér um þetta.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og 70 Mínútur

Uppáhalds tónlistarmaður: Luigi skrrt skrrt

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillzi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, kökudeig og lúxusdýfa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Din vogn fra Taxa 4x35 er ankommet. Ekkert spes

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík því ég myndi ekki nenna að hitta Davíð Snæ á næstum hverjum degi.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jökull Andrésson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Eiður Ben hjálpaði mér mest með fótbolta og tækni en Hallur Hallsson vann með hugarfarið. Annars eru allir bara vel flottir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andri Lucas, hann eyðilagði Shellmótið fyrir mér.

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikur á Íslandsmótinu í 3. flokki, þrátt fyrir að við unnum 4-1 easy

Mestu vonbrigðin: Komast ekki lengra á EM U17

Uppáhalds lið í enska: Liverpool!!

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Sigurjón Daða Harðarson, flottur strákur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Marinó Leví Ottósson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Águst Hlynsson jeez sko.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allir segja að ég og systir mín séum alveg eins þannig ég segi bara hún Jasmín Erla Ingadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Steven Gerrard

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ísak Þorvaldsson og Jökull Andrésson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mömmu og pabba.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Pakkaði Valgeiri Valgeirs saman það var fyndið og skemmtilegt.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Chilla bara eitthvað í simanum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei horfi varla á fotbolta líka. Bara mikilvæga leiki með Liverpool og landsliðinu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var bara lélegastur þegar ég var með bók fyrir framan mig sama hvaða bók eða fag það var.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég mætti fyrsta daginn minn í skólann í Danmörku þá þurfti ég að lesa upp á dönsku fyrir þau, það var rosalega vont

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Andra Gudjohnsen fyrir að vera ágætur náungi, Sigurjón Harðarson til að vera trúður og Ágúst Hlynsson svo ég sé ekki heimskastur á eyjunni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég græt/tárast ennþá ef ég tapa fotboltaleik

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Andri Lucas hann var hálfviti í úrslitaleik Shellmótsins en er siðan bara flottur gæi!

Hverju laugstu síðast: Ég er alltaf eitthvað að ljúga og bulla þannig það var örugglega bara eitthvað í morgun sem ég tók ekki eftir því ég hélt ég væri að segja satt

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup er rosalega leiðinlegt úff!

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna og spritta mig síðan, fer á æfingu og spritta mig, næst chilla og spritta mig síðan. Svo er það önnur æfing og ég spritta mig aftur. Að lokum er það svefn og auðvitað sprittað sig fyrst.
Athugasemdir
banner