Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 27. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nýtur þess að vinna með Saka
Bukayo Saka í leik með enska landsliðinu
Bukayo Saka í leik með enska landsliðinu
Mynd: EPA
Bukayo Saka átti stórleik er England vann Úkraínu 2-0 í undankeppni Evrópumótsins í gær en hann skoraði og lagði upp. Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, er í skýjunum með frammistöðu leikmannsins.

Saka hefur verið einn og ef ekki bara besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Englendingurinn hefur bætt leik sinn gríðarlega síðustu ár og er nú með bestu kantmönnum heims.

Hann átti stórglæsilega fyrirgjöf á Harry Kane í gær áður en hann skoraði sjálfur fallegt mark stuttu síðar til að tryggja sigurinn á Úkraínu.

„Hann spilar af svo mikilli trú þegar hann er fyrir framan markið og það sýnir sig bara með félagsliðinu og hefur sýnt sig líka hjá okkur,“ sagði Southgate.

„Maður býst við þvi að hann skori þegar hann sleppur í gegn og ég held að það bæði andlegi og tæknilegi þátturinn sem spilar þar inn í. Ég held að hann viti að til þess að vera topp kantmaður þá þarf hann mörk og stoðsendingar og hann hefur svo sannarlega verið að skila því á þessu tímabili“

„Hungrið og auðmýktin er það sem hefur komið honum á þessa góðu leið. Hann er með allt til þess að halda áfram að bæta sig og læra því þannig er hann gerður og ég sé hann ekki breytast svona miðað við hvernig hann og fjölskyldan hans bera sig.“

„Ég ætla ekki að blanda mér inn í þá umræðu hvar hann stendur í fótboltaheiminum því það myndi setja okkur í hættu með að gera hluti sem við ættum ekki að vera að gera við hann, en þróunin hjá honum er frábær og ég nýt þess að vinna með honum,“
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner