Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fim 27. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Leifs sennilega ekkert meira með á tímabilinu
Mynd: Kolding
Ari Leifsson, varnarmaður Kolding í Danmörku, verður mögulega ekkert meira með á tímabilinu en hann reif lærvöðva á dögunum.

Hann verður í 2-3 mánuði að ná sér af meiðslunum en rétt tæplega tveir mánuðir eru eftir af tímabilinu í Danmörku.

Ari er 26 ára miðvörður sem gekk í raðir Kolding fyrir rúmu ári síðan frá Strömsgodset. Hann er samningsbundinn Kolding fram á sumarið 2026.

Hann var fastamaður í byrjunarliði Kolding framan af tímabili. Liðið situr í 5. sæti dönsku deildarinnar og þarf að vinna upp sex stiga forskot á Fredericia og Horsens, í síðustu fimm leikjunum, til að komast upp í dönsku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner