UEFA sendi fulltrúa sinn til Íslands á dögunum, Svisslendinginn Thierry Favre, og skoðaði hann ummerki á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga eftir jarðhræringarnar.
KSÍ segir frá þessu á miðlum sínum en þar má sjá Favre og Þorvald Örlygsson, formann KSÍ, að skoða stöðuna í Grindavík.
KSÍ, mun fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur, sækja um styrk í sérstakan hamfarasjóð UEFA.
KSÍ segir frá þessu á miðlum sínum en þar má sjá Favre og Þorvald Örlygsson, formann KSÍ, að skoða stöðuna í Grindavík.
KSÍ, mun fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur, sækja um styrk í sérstakan hamfarasjóð UEFA.
Meðal annars skoðuðu þeir Favre og Þorvaldur knattspyrnuhúsið Hópið sem hefur orðið fyrir miklum skemmdum.
Karla- og kvennalið Grindavíkur spiluðu í Safamýrinni í fyrra vegna jarðhræringanna. Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna á komandi tímabili og munu leika heimaleiki sína í Njarðvík.
Heimaleikir karlaliðsins á komandi tímabili eru enn sem komið er skráðir í Grindavík.
Athugasemdir