Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 27. júní 2022 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar okkar farnar út - Lokaundirbúningurinn framundan
Icelandair
Evrópumótið er framundan.
Evrópumótið er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfram stelpur!
Áfram stelpur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru farnar af landi brott eftir að hafa æft hér á landi síðustu daga. Þær halda núna í Evrópureisu áður en Evrópumótið hefst.

Stelpurnar fara fyrst til Póllands þar sem þær leika æfingaleik við Pólverja á miðvikudaginn. Svo halda þær til Þýskalands í æfingabúðir til 6. júlí.

Stelpurnar flugu út til Póllands í morgun.

Svo hefst Evrópumótið í Englandi 10. júlí. Okkar lið er í riðli með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu.

Fótbolti.net fylgir liðinu eftir
Við munum fylgja liðinu eftir í Póllandi og Þýskalandi. Verðum við með viðtöl við leikmenn og þjálfara, textalýsingu frá leiknum og fleira skemmtilegt efni í aðdraganda mótsins sem framundan er. Við verðum svo auðvitað á mótinu í Englandi þar sem vel verður fjallað um okkar lið.

Endilega fylgist með hér á síðunni.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner