Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. júlí 2021 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már til Nimes (Staðfest)
Elías Már
Elías Már
Mynd: Nimes
Franska félagið Nimes Olympique er búið að ganga frá kaupum á Elíasi Má Ólafssyni frá Excelsior.

Elías Már er mikill markaskorari og gerði 22 mörk fyrir Excelsior á síðustu leiktíð í hollensku B-deildinni.

Hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi og vildi taka næsta skref. Það verður áhugavert að fylgjast með honum hjá Nimes, sem féll úr efstu deild franska boltans í vor.


Ólafur Garðarðsson, umboðsmaður, Elías og Rede, yfirmaður íþróttamála hjá Nimes

Nimes leikur því í B-deildinni í haust og stefnir beint aftur upp.

Elías Már er 26 ára gamall og hefur spilað 9 landsleiki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner