Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njósnurum vísað frá því að fylgjast með Ísaki - Ríkari félög fá forgang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er undir smásjá stórliða í Evrópu. Staðfest hefur verið að Juventus, Liverpool og Manchester United séu að fylgjast með Skagmanninum sem er sautján ára leikmaður Norrköping í Svíþjóð.

Stig Torbjörnsson, yfirnjósnari sænska félagsins, segir að áhuginn sé mikill og það séu fleiri félög sem séu einnig að fylgjast með. Einhverjir hafa ekki komist að til að fylgjast með Ísaki því fjöldatakmarkanir eru inn á leikvanginn og fá ekki allir njósnarar að bera Ísak augum.

„ Það er alveg rétt, það voru margir sem ekki fengu inngöngu. Þetta hefur gerst oft á þessu tímabili. Það er ekki einsdæmi við leikinn í gær. En ég sé ekkert skrýtið við það. Jafnvel á venjulegu tímabili eru margir njósnarar sem fylgjast með leikmönnum okkar. Það eru fleiri njósnarar sem horfa á Norrköping en Falkenberg með fullri virðingu fyrir þeim," sagði Stig.

Vegna Covid-19 mega einungis sex njósnarar mæta á hvern leik. Norrköping mætti AIK í gær og endaði leikurinn með jafntefli. Ísak lék allan leikinn. Hvernig velur Norrköping hvaða njósnarar fá inngöngu?

„Ímyndaðu þér að þú sért að selja íbúðina þína og það eru tveir einstkalingar sem vilja hana. Annar er með eina milljón í vasanum, en hinn með tíu milljónir króna í vasanum. Það segir sig sjálft að þú vilt frekar selja íbúðina þína á tíu milljónir í stað einnar milljónar ef þú færð tækifæri á því."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner