Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Viking tapaði í endurkomu Samúels Kára
Samúel Kári á landsliðsæfingu í september.
Samúel Kári á landsliðsæfingu í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viking 0 - 1 Haugesund
0-1 I. Wadji ('24)

22. umferð norsku Eliteserien lauk í kvöld með einum leik. Íslendingalið Viking tók á móti Haugesund.

Hjá Viking eru þeir Axel Óskar Andrésson og Samúel Kári Friðjónsson á mála. Samúel Kári gekk í raðir félagsins á nýjan leik nú í október. eftir að hafa haldið til Paderborn í janúar. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Samúels fyrir Viking eftir endurkomuna.

Axel lék allan leikinn í vörninni en Samúel Kári kom inn á í leiknum á 67. mínútu. Eina mark leiksins kom á 24. mínútu.

Viking er í 7. sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið á leik gegn Odd Grenland til góða á önnur lið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner