Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk ekki enn upplifað tap í tæplega fjögur ár
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk var á skotskónum þegar Liverpool vann 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi frábæri varnarmaður skoraði fjórða markið og innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn.

Van Dijk hefur reynst stórkostlega fyrir Liverpool frá því hann var keyptur frá Southampton í janúar 2018. Hann er búinn að hjálpa liðinu að vinna ensku úrvalsdeildina einu sinni og Meistaradeildina einu sinni.

Það sem er hvað ótrúlegast við veru Van Dijk hjá Liverpool er að hann hefur aldrei tapað deildarleik á Anfield.

Hann er búinn að vera hjá Liverpool í næstum því fjögur ár og hefur aldrei upplifað það að tapa leik í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli. Það er ótrúlegur árangur og spurning hvort hann muni einhvern tímann upplifa það.


Athugasemdir
banner
banner
banner