Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   sun 27. nóvember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Heiftarleg slagsmál eftir lokaflautið í Pétursborg
Mynd: EPA

Zenit frá Sankti Pétursborg og Spartak Moskva mættust í rússneska bikarnum í dag og úr varð markalaust jafntefli sem endaði með heiftarlegum slagsmálum fyrir vítaspyrnukeppnina.


Leikurinn var flautaður af í stöðunni 0-0 og menn voru að undirbúa sig andlega fyrir vítaspyrnukeppni þegar allt fór á flug. Tveir leikmenn úr sitthvoru liði tóku að rífast nokkuð heiftarlega en ástandið var ótrúlega fljótt að versna og allt í einu orðið að hópslagsmálum.

Menn voru ekkert að spara höggin þar sem hnefar og takkar flugu manna á milli og verður eflaust nokkuð um meiðsli eftir þessa vitleysu.

Hasarinn má sjá hér fyrir neðan en lesendur eru varaðir við því mikla ofbeldi sem birtist í myndbandinu. Sex rauð spjöld fóru á loft eftir átökin, þrjú hjá hvoru liði.



Athugasemdir
banner
banner
banner