Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   mán 27. nóvember 2023 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Emil Atla sá um ÍA - Máni skoraði þrennu fyrir Fjölni
Emil Atla skoraði bæði mörkin gegn ÍA
Emil Atla skoraði bæði mörkin gegn ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason, markahæsti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili, skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-0 sigri á ÍA í æfingaleik um helgina.

Stjörnumaðurinn skoraði 17 mörk í sumar og er nú kominn á blað á undirbúningstímabilinu.

Stjarnan mætir KR í Bose-mótinu 9. desember næstkomandi, en bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í mótinu.

Máni Austmann Hilmarsson skoraði þrennu fyrir Fjölnir er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fylki á Würth-vellinum í Árbæ. Emil Ásmundsson skoraði úr aukaspyrnu fyrir Fylki og þá skoruðu þeir Unnar Steinn Ingvarsson og Aron Snær Guðbjörnsson einnig.

Úrslit úr æfingaleikjum:

Stjarnan 2 - 0 ÍA
Mörk Stjörnunnar: Emil Atlason (2)

Fylkir 3 - 3 Fjölnir
Mörk Fylkis: Emil Ásmundsson, Unnar Steinn Ingvarsson, Aron Snær Guðbjörnsson.
Mörk Fjölnis: Máni Austmann Hilmarsson (3)

Álafoss 5 - 2 Berserkir/Mídas
Mörk Álafoss: Alexander Aron Davorsson (2), Bjarki Sigfússon, Luis Lucas, Máni Snær Benediktsson.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner