Valsarinn Adam Ægir Pálsson spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 tapi Perugia gegn Arezzo í ítalska C-deildarbikarnum í kvöld.
Adam, sem er á láni frá Val, hafði ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum.
Hann byrjaði í kvöld en var tekinn af velli í hálfleik. Arezzo var þá með tveggja marka forystu og tókst að halda út.
Arezzo fór því áfram í 8-liða úrslit bikarsins en Adam og félagar skildir eftir með sárt ennið.
Lánssamningur Adams gildir út tímabilið en hann hefur komið við sögu í 10 leikjum í deild- og bikar. Hann hefur þá skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu.
Athugasemdir