Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. janúar 2020 16:09
Elvar Geir Magnússon
Castillion hjá liði í Indónesíu
Castillion skoraði 10 mörk í 19 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Castillion skoraði 10 mörk í 19 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion er mættur til Indónesíu þar sem hann mun æfa með liði sem heitir Persib Bandung.

Hjá félaginu eru menn spenntir fyrir komu þessa stóra og stæðilega sóknarmanns.

Fjölmiðlar í Indónesíu segja að Castillion muni æfa með liðinu næsta daga og svo verði tekin ákvörðun um framhaldið.

Castillion lék með Fylki á síðasta ári en Árbæingar hafa áhuga á að fá hann aftur til sín. Þessar nýju fréttir minnka þó líkurnar á að það verði að veruleika.

„Við misstum mikið í Castillion, sem var hvað mest áberandi í fyrra. Við viljum klárlega hafa hann áfram," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, í viðtali á dögunum.

„Hann er að skoða sín mál úti í heimi. Stjórnin veit það betur hvernig þau mál eru nákvæmlega, þeir eru í sambandi við hann. Hann er klárlega velkominn aftur í Árbæinn, ekki spurning."
Athugasemdir
banner