þri 28. janúar 2020 09:41
Elvar Geir Magnússon
Tottenham nær samkomulagi við PSV um Bergwijn
Mynd: Getty Images
BBC segir að Tottenham hafi í meginatriðum náð samkomulagi við PSV Eindhoven um kaupverðið á framherjanum Steve Bergwijn.

PSV vildi fá um 27 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn sem hefur verið hjá félaginu síðan hann var fjórtán ára.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur verið að leita að liðsstyrk sóknarlega en Harry Kane er meiddur aftan í læri. Þá er Christian Eriksen nálægt því að fara til Inter.

Aðal staða Bergwijn er vinstri vængurinn en hann getur líka spilað í holunni eða sem fremsti maður.

Bergwijn er 22 ára gamall og hefur skorað 6 mörk í 26 leikjum fyrir PSV á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner