Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 28. janúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Besiktas vill fá Tosun aftur í sínar raðir
Tyrkneska félagið Besiktas vill fá Cenk Tosun, framherja Everton, aftur í sínar raðir.

Hinn 29 ára gamli Tosun skoraði 41 mark í 96 leikjum með Besiktas áður en Everton keypti hann á 27 milljónir punda árið 2018.

Tosun hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Everton en hann hefur komið við sögu í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

WBA sýndi Tosun áhuga á dögunum og þá hefur CSKA Moskva einnig skoðað leikmanninn.

Besiktas þykir hins vegar líklegasti áfangastaðurinn í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner