Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   þri 28. janúar 2025 08:28
Elvar Geir Magnússon
Samningi Neymar hefur verið rift
Samningi brasilíska sóknarmannsins Neymar við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur verið rift. Sagt er að leikmaðurinn og félagið hafi komist að samkomulagi þess efnis.

Neymar er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi en hann gekk í raðir Al-Hilal frá PSG 2023 fyrir 77 milljónir punda. Hann hefur aðeins spilað sjö leiki, aðallega vegna slæmra hnémeiðsla sem hann hlaut tveimur mánuðum eftir skiptin.

Neymar er 32 ára og er enn dýrasti fótboltamaður heims eftir að hann var seldur til Paris St-Germain fyrir 200 milljónir punda 2017.

Búist er við því að hann haldi heim til Brasilíu og semji við sitt fyrrum félag, Santos. Hann átti sjö mánuði eftir af samningi sínum í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner