Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: ÍBV sigurvegari í B-deild
Mynd frá undirskrift nýrra leikmanna hjá ÍBV á dögunum. Í hópi nýrra leikmanna voru allir markaskorarar liðsins í kvöld.
Mynd frá undirskrift nýrra leikmanna hjá ÍBV á dögunum. Í hópi nýrra leikmanna voru allir markaskorarar liðsins í kvöld.
Mynd: ÍBV
ÍA 1 - 4 ÍBV
1-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('3)
1-1 Olga Sevcova ('73)
1-2 Danielle Tolmais ('76)
1-3 Karlina Miksone ('82)
1-4 Karlina Miksone ('89)

ÍBV er sigurvegari í B-deild Faxaflóamóts kvenna eftir sigur á ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. ÍBV þurfti að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á að vinna mótið.

ÍA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði Erla Karitas Jóhannesdóttir eina mark fyrri hálfleiks. Skagastúlkur leiddu 1-0 í leikhléi.

Í seinni hálfleik tóku gestirnir frá Eyjamönnum yfirhöndina og skoruðu þær fjögur mörk gegn engu. Lettnesku landsliðskonurnar Karlina Miksone og Olga Sevocova voru öflugar í liði ÍBV og var Danielle Tolmais frá Frakklandi einnig á skotskónum.

Lokatölur 4-1 fyrir ÍBV sem vinnur B-deild Faxaflóamótsins á markatölu. ÍBV og ÍA enduðu bæði með 12 stig.

ÍBV leikur í Pepsi Max-deildinni í sumar á meðan ÍA er í 1. deild kvenna.

Lokastaða B-deildar Faxaflóamótsins:
1. ÍBV
2. ÍA
3. Grótta
4. Augnablik
5. Afturelding
6. HK
Athugasemdir
banner
banner