Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. febrúar 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lebron James svarar Zlatan
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Körfuboltastjarnan Lebron James hefur svarað sænska fótboltamanninum Zlatan Ibrahimovic eftir að Zlatan sagði honum að halda sig við íþróttir.

Zlatan gagnrýndi Lebron í síðustu viku fyrir að tjá sig um mál utan íþrótta, eins og til að mynda kynþáttafordóma.

„Mér finnst mikið til hans (James) koma. Hann er ótrúlegur en mér finnst það ekki gott þegar frægt fólk talar um pólitík. Gerðu það sem þú ert góður í," sagði Zlatan við Discovery+ í Svíþjóð.

Lebron, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, hefur svarað þessum ummælum.

„Ég mun aldrei þegja yfir hlutum sem mér finnst óréttlátir," sagði James en hann ætlar að halda áfram að nota rödd sína.

Hann benti einnig á það að Zlatan sjálfur hefði tjáð sig varðandi óréttlæti sem hann hefði orðið fyrir í Svíþjóð út af eftirnafni sínu.

„Ég er ekki rétti gaurinn til að fara upp á móti því ég vinn heimavinnuna mína," sagði James jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner