Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 28. febrúar 2022 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimi líst mjög vel á að Blikar ætli sér titilinn - „Hefur ekki gerst oft áður"
Heimir Guðjóns
Heimir Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Hann var ánægður með Blika og nefndi af hverju í þættinum.

„Ég held þetta verði „usual suspects" við toppinn. Ég ætla samt að gefa Breiðabliki það, ég er ánægður með þá ... ég er ekkert alltaf ánægður með þá en ég er það núna. Þeir eru búnir að koma fram, sem hefur ekki gerst oft áður og gefa það út að þeir ætla að vinna titilinn. Fleiri en einn aðili og fleiri en tveir, mér líst mjög vel á það," sagði Heimir.

Ísak Snær, leikmaður liðsins, greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net í janúar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hefði ekki talað um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari. Þá var Damir Muminovic, annar leikmaður liðsins, spurður óbeint út í titilvonir í viðtali þegar hann var með A-landsliðinu.

„Þú ert ánægður að þetta sé komið út svo þú getur hermt þetta upp á þá þegar eitthvað er liðið á tímabilið," spurði Tómas Þór Þórðarson, annar af þáttarstjórnendum, og hló.

„No comment," sagði Heimir. „Svo ertu með Rúnar Kristins, hann er klókur og alltaf undir radarnum. Hann er búinn að styrkja KR-liðið og er með alvöru lið. Hallur Hansson, ég þekki hann nú aðeins, hann er góður í flestu sem miðjumaður þarf að vera góður í. Hann á eftir að verða mikill styrkur fyrir KR. Hann æfði hjá mér í viku hjá HB og var virkilega flottur. KR-ingarnir verða klárir í bátana," sagði Heimir.

Sjá einnig:
„Væri til í að taka fyrst titil með þeim og svo geta þeir bara farið út"
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Útvarpsþátturinn - Ótímabær spá fyrir Bestu og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner