Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 11. janúar 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri til í að taka fyrst titil með þeim og svo geta þeir bara farið út"
Höskuldur og Viktor á landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Höskuldur og Viktor á landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Mynd: KSÍ
Gísli Eyjólfsson
Gísli Eyjólfsson
Mynd: KSÍ
Fjórir leikmenn Breiðabliks eru í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir fyrst Úgandaá morgun og Suður-Kóreu á laugardag í vináttuleikjum.

Það eru þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson. Fótbolti.net ræddi við Damir í dag og spurði hann út í Blikana.

Sjá einnig:
„Hef ekki getað hætt að brosa síðan ég kom hingað út"
Sérstaklega glaður fyrir hönd Damirs og Viktors

Níu Blikar valdir
„Þetta er bara geggjað, við erum fjórir strákarnir úr Breiðabliki og við höfum spilað mikið saman. Þetta er frábært fyrir klúbbinn og frábært fyrir okkur líka. Svo eru fleiri Blikar í hópnum eins og Binni [Brynjólfur Willumsson], Alfons [Sampsted] og Davíð Kristján [Ólafsson]. Við hljótum að vera gera eitthvað rétt fyrst við erum hérna."

Sveinn Aron Guðjohnsen hefur einnig spilað með Breiðabliki og þá var Patrik Sigurður Gunnarsson í upprunalega hópnum - alls níu leikmenn.

Myndi vilja sjá alla í Breiðabliki fara í atvinnumennsku
Gísli (Mjällby, 27 ára), Höskuldur (Halmstad, 27 ára) og Viktor Karl (AZ og Värnamo, 24 ára), myndiru segja að þetta séu strákar sem gætu farið aftur út í atvinnumennsku?

„Já, 100%. Miðað við hvernig þeir eru að spila heima... ég sé ekki af hverju þeir ættu ekki að geta spilað svona úti líka. Ég myndi vilja sjá alla í Breiðabliki fara út í atvinnumennsku. Það væri bara geggjað, það er draumur fyrir alla strákana heima."

Eiga þeir að vinna titil fyrst eða skiptir það engu máli? „Djöfull ertu að setja mig í erfiða stöðu þarna... ég hef spilað lengi með þeim. Ég væri til í að taka titil fyrst með þeim og svo geta þeir bara farið út," sagði Damir léttur að lokum.

Sjá einnig:
„Ef þeir eru tilbúnir þá keyrum við þá út á flugvöll"
Athugasemdir
banner
banner
banner