Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
   fim 06. janúar 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson gekk á dögunum í raðir Breiðabliks frá Norwich á Englandi. Ísak lék á láni frá Norwich með ÍA á síðasta tímabili, sem og seinni hluta tímabilsins 2020.

Hann er tvítugur miðjumaður sem á að baki fjölda leikja með yngri landsliðunum. Hann var samningsbundinn Norwich fram á sumar en tókst að ná samkomulagi um riftun á samningi og kemur því á frjálsri sölu til Breiðabliks.

Ísak ræddi við Fótbolta.net í dag um skiptin, síðasta tímabil með ÍA og ýmislegt annað.

„Þetta tók mjög langan tíma, fullt af hlutum sem spiluðu inn í - meðal annars tilboð frá öðrum liðum. Á endanum ákvað ég að halda mig við Blika, mér fannst það besti kosturinn," sagði Ísak.

Ísak hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik frá því í nóvember. „Breiðablik var efst á lista frá því að síðasta tímabil endaði, þeir höfðu samband beint eftir mót. Mér finnst þeir spila skemmtilegasta fótboltann og áttu að mínu mati að taka titilinn síðasta sumar."

„Að sjálfsögðu er ekkert annað í boði en að taka titlana í sumar, Óskar [Hrafn Þorvaldsson] talar ekki um annað en að taka tvo titla."


Áhugi frá Norðurlöndunum
Voru félög erlendis að reyna fá þig síðustu dagana áður en skiptin voru tilkynnt?

„Ekki alveg síðustu daga en það var eitthvað aðeins umræða um Norðurlöndin og fleira. Ég var líka að skoða möguleikana á Englandi og svona, ákvað á endanum að halda mig við Blikana þar sem ég held ég fái fleiri möguleika næst [á því að fara út] ef ég stend mig vel."

Erfitt að fara frá ÍA
Varstu nálægt því að vera áfram í ÍA?

„Nei, í rauninni ekki. Þeir höfðu samband og svona en ég var búinn að ákveða að fara þaðan, þó svo að þetta sé mjög góður klúbbur og stór fjölskylda - Skagafjölskyldan. Það var mjög erfitt að fara þar sem tengdafjölskyldan er líka af Skaganum og svona."

Of góður fyrir varalið Norwich
En Norwich, kom það ekki til greina?

„Nei, þeir sáu mig ekki strax fyrir sér í aðalliðinu og fannst ég vera of góður fyrir varaliðið. Þess vegna fannst mér best að losa mig þaðan."

Þarf bara eina sendingu inn fyrir
Hver er þín uppáhalds staða á vellinum?

„Miðjan, framarlega á miðjunni að taka þessi hlaup inn fyrir varnarlínuna. Ég get leyst allar stöður ef þarf. Mér hefur alltaf fundist mjög skemmtilegt að taka þessi hlaup inn fyrir, sá þetta fyrst í þýska boltanum. Fótbolti er ekki flóknari en þetta, þarf bara eina sendingu inn fyrir og þá getur maður skorað. Ég held það hafi verið Thiago hjá Bayern var með boltann og kom með sendingarnar á menn sem tók hlaupin inn fyrir," sagði Ísak.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um líkamlegt atgervi, tímabilið með ÍA í fyrra og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner