Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fim 06. janúar 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson gekk á dögunum í raðir Breiðabliks frá Norwich á Englandi. Ísak lék á láni frá Norwich með ÍA á síðasta tímabili, sem og seinni hluta tímabilsins 2020.

Hann er tvítugur miðjumaður sem á að baki fjölda leikja með yngri landsliðunum. Hann var samningsbundinn Norwich fram á sumar en tókst að ná samkomulagi um riftun á samningi og kemur því á frjálsri sölu til Breiðabliks.

Ísak ræddi við Fótbolta.net í dag um skiptin, síðasta tímabil með ÍA og ýmislegt annað.

„Þetta tók mjög langan tíma, fullt af hlutum sem spiluðu inn í - meðal annars tilboð frá öðrum liðum. Á endanum ákvað ég að halda mig við Blika, mér fannst það besti kosturinn," sagði Ísak.

Ísak hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik frá því í nóvember. „Breiðablik var efst á lista frá því að síðasta tímabil endaði, þeir höfðu samband beint eftir mót. Mér finnst þeir spila skemmtilegasta fótboltann og áttu að mínu mati að taka titilinn síðasta sumar."

„Að sjálfsögðu er ekkert annað í boði en að taka titlana í sumar, Óskar [Hrafn Þorvaldsson] talar ekki um annað en að taka tvo titla."


Áhugi frá Norðurlöndunum
Voru félög erlendis að reyna fá þig síðustu dagana áður en skiptin voru tilkynnt?

„Ekki alveg síðustu daga en það var eitthvað aðeins umræða um Norðurlöndin og fleira. Ég var líka að skoða möguleikana á Englandi og svona, ákvað á endanum að halda mig við Blikana þar sem ég held ég fái fleiri möguleika næst [á því að fara út] ef ég stend mig vel."

Erfitt að fara frá ÍA
Varstu nálægt því að vera áfram í ÍA?

„Nei, í rauninni ekki. Þeir höfðu samband og svona en ég var búinn að ákveða að fara þaðan, þó svo að þetta sé mjög góður klúbbur og stór fjölskylda - Skagafjölskyldan. Það var mjög erfitt að fara þar sem tengdafjölskyldan er líka af Skaganum og svona."

Of góður fyrir varalið Norwich
En Norwich, kom það ekki til greina?

„Nei, þeir sáu mig ekki strax fyrir sér í aðalliðinu og fannst ég vera of góður fyrir varaliðið. Þess vegna fannst mér best að losa mig þaðan."

Þarf bara eina sendingu inn fyrir
Hver er þín uppáhalds staða á vellinum?

„Miðjan, framarlega á miðjunni að taka þessi hlaup inn fyrir varnarlínuna. Ég get leyst allar stöður ef þarf. Mér hefur alltaf fundist mjög skemmtilegt að taka þessi hlaup inn fyrir, sá þetta fyrst í þýska boltanum. Fótbolti er ekki flóknari en þetta, þarf bara eina sendingu inn fyrir og þá getur maður skorað. Ég held það hafi verið Thiago hjá Bayern var með boltann og kom með sendingarnar á menn sem tók hlaupin inn fyrir," sagði Ísak.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um líkamlegt atgervi, tímabilið með ÍA í fyrra og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner