Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mið 28. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern íhugar að reyna við De Zerbi
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er alvarlega að íhuga það að reyna við ítalska þjálfarann Roberto De Zerbi í sumar. Þetta kemur fram á Sky í Þýskalandi.

Thomas Tuchel hættir með Bayern eftir tímabilið og er því Bayern komið á fullt með að leita að arftaka hans.

Xabi Alonso er efstur á blaði hjá Bayern og kemur allri stjórninni saman um að láta reyna á að sannfæra hann, en ef það tekst ekki þá þarf það að skoða aðra kosti.

Alonso, sem hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen á tímabilinu, er einnig efstur á blaði hjá Liverpool og í augnablikinu er talið líklegra að hann fari þangað en til Bayern.

Zinedine Zidane og Hansi Flick eru á lista Bayern, en samkvæmt heimildum Sky stendur ekki til að endurráða Julian Nagelsmann.

Annað nafn er komið á blað Bayern, en það er Roberto De Zerbi, stjóri Brighton á Englandi. Hann hefur gert Brighton að einu mest spennandi liði ensku úrvalsdeildarinnar.

Brighton mun líklega missa hann frá sér í sumar, en hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona, Liverpool og uppeldisfélag hans, Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner