Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John O'Shea stýrir írska landsliðinu til bráðabirgða
John O'Shea.
John O'Shea.
Mynd: EPA
John O'Shea, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins til bráðabirgða.

Hann mun stýra liðinu í æfingaleikjum gegn Belgíu og Sviss í næsta mánuði.

Írska knattspyrnusambandið hefur verið í þjálfaraleit í nokkra mánuði og hafa margir verið orðaðir við starfið, en knattspyrnusambandið segir að nýr þjálfari verði ráðinn í byrjun apríl.

O'Shea spilaði á sínum tíma 118 A-landsleiki fyrir Írland en hann er að hefja sinn þjálfaraferil.

Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Hann var síðast aðstoðarþjálfari Wayne Rooney hjá Birmingham.
Athugasemdir
banner
banner
banner