Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 18:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceferin: Tímabilinu líklega slaufað ef ekki verður hægt að byrja í júní
Mynd: Getty Images
Forseti UEFA er hræddur um að tímabilið 2019-2020 verði slaufað ef ekki verði hægt að hefja leik að nýju í júnímánuði vegna kórínaveirunnar.

Ceferin segir sambandið vera með þrjú plön sem fara eftir því hvenær hægt verði að hefja leik að nýju. Ef síðasta dagsetning sem er lok júnímánaðar gengur ekki eftir þá eru líkur á að tímabilinu verði slaufað.

„Við gætum byrjað um miðjan maí, í júní eða jafnvel seint í júní," sagði Ceferin víð ítalska blaðið La Repubblica í dag.

Ceferin segist vera í reglulegum samskiptum við stjórnarmenn deilda í Evrópu. Ceferin hefur sagt að hann vilji helst ekki sjá leiki spilaða fyrir luktum dyrum.

„Það er einnig humgynd á borðinu um að klára þessa leiktíð og hefja næstu leiktíð seinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner