Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 28. mars 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Formaður KR: Óhjákvæmilegt að leikmenn taki á sig launalækkun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félög þurfa að lækka launakostnað á þessum erfiðu tímum. Óhjákvæmilegt sé að leikmenn taki á sig launalækkun. Þetta sagði Páll Kristjánsson, formaður KR, við Einar Örn Jónsson í íþróttafréttum RÚV í kvöld.

„Alls staðar eru leikmenn að taka á sig verulega launaskerðingu, tímabundna eða varanlega," sagði Páll.

„Við þurfum að aðlaga okkar rekstur að breyttri heimsmynd og næsu mánaðarmót verða mjög erfið. Við höfum tilkynnt öllum leikmönnum að við þurfum að ræða við þá. Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með leikmenn sem sýna þessu mikinn skilnining."

„Án þess að vera of dramatískur þá nálgæst ég þetta svona: Hvað getur þú gert fyrir KR? í stað: Hvað getur KR gert fyrir þig?"


Er ekki hægt að halda óbreyttum rekstri?

„Það verður að þannig að leikmenn taki á skerðingu á launum. Aðstæður eru þannig að við getum ekki haldið óbreyttum rekstri," sagði Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner