þri 28. mars 2023 09:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandsvinurinn Castillion í æfingaferð með Grindavík
Lengjudeildin
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion er núna í æfingaferð með Grindavík á Spáni.

Dr Football greinir frá þessum tíðindum.

Castillion er 31 árs gamall sóknarmaður sem þekkir býsna vel til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi frá 2017 til 2019.

Castillion, sem er uppalinn í stórliðinu Ajax, byrjaði á því að ganga í raðir Víkings þar sem hann skoraði ellefu mörk í 17 keppnisleikjum. Eftir það fór hann í FH þar sem gekk ekki eins vel og skoraði hann aðeins eitt mark í tíu deildarleikjum.

Hann fór aftur í Víking á láni og skoraði þá sex mörk í átta deildarleikjum.

Sóknarmaðurinn lék svo síðast á Íslandi með Fylki sumarið 2019 og skoraði þá tíu mörk í 19 leikjum í efstu deild.

Það er spurning hvort hann spili með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en félagið hefur nú þegar bætt við sig stórum nöfnum í vetur eins og Óskari Erni Haukssyni og Einari Karli Ingvarssyni.


Athugasemdir
banner
banner
banner