Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion er núna í æfingaferð með Grindavík á Spáni.
Dr Football greinir frá þessum tíðindum.
Dr Football greinir frá þessum tíðindum.
Castillion er 31 árs gamall sóknarmaður sem þekkir býsna vel til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi frá 2017 til 2019.
Castillion, sem er uppalinn í stórliðinu Ajax, byrjaði á því að ganga í raðir Víkings þar sem hann skoraði ellefu mörk í 17 keppnisleikjum. Eftir það fór hann í FH þar sem gekk ekki eins vel og skoraði hann aðeins eitt mark í tíu deildarleikjum.
Hann fór aftur í Víking á láni og skoraði þá sex mörk í átta deildarleikjum.
Sóknarmaðurinn lék svo síðast á Íslandi með Fylki sumarið 2019 og skoraði þá tíu mörk í 19 leikjum í efstu deild.
Það er spurning hvort hann spili með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en félagið hefur nú þegar bætt við sig stórum nöfnum í vetur eins og Óskari Erni Haukssyni og Einari Karli Ingvarssyni.
Íslandsvinurinn Geoffrey Castillion er nú staddur með Grindvíkingum í æfingaferð á Spáni. Væri gaman að fá hann í Lengjuna góðu. pic.twitter.com/nVhz49h7CB
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 27, 2023
Athugasemdir